miðvikudagur, desember 28

Jóladagatal... framhald.
Vann EKKERT á þessu helv.. f%&$ing jóladagatali. Ekkert smá glatað drasl!!!

Samsæri gegn mér og mínu háfa-veseni...
Er búin að koma upp um eitt alls herjar samsæri sem mér sýnist að sé sérstaklega beint að mér... ég nefnilega eyddi 3 dögum fyrir jól í það að skoða háfa (eða gufugleypa eins og sumir kalla þá) í eldhúsið hjá mér. Ætla sem sagt að kaupa mér nýjan... þetta háfa-vesen-á-mér fyrir jól endaði í því að ég ætlaði að geyma það fram yfir jól að kaupa þetta dýrindis tæki. Fór svo í gær í eina af búðunum sem ég var að skoða fyrir jól og þar sem er búið að setja þessa rosa auglýsingu í gluggann "ÚTSALA" og inni eru spjöld út um allt og þ.m.t. er auglýstur "Allt að 50% afsláttur af háfum". Mín hugsar.... "YES!!" nú ætlar mín sko að spara hellings pening! En nei: Háfarnir kosta það nákvæmlega sama og þeir kostuðu á Þorláksmessu þ.e. fyrir hina meintu allt-að-50%-lækkun. Ég hef nú heyrt um svona lúabrögð en aldrei verið vitni að þeim.. þetta er samsæri og ekkert annað....

Í öðrum fréttum...
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.... ;o)

miðvikudagur, desember 21


Mér finnst þetta ekkert smá GLATAÐ jóladagatal. Hvað er pointið með þessu?? Ég er búin að fara þarna inn á hverjum degi og ENGNIR vinningar. Þær gætu verið með eitthvað smotterí amk einu sinni í viku þó það væri nú ekki nema eitthvað jóladót eða kaffi/kakóbolli á kaffihúsi í Kringlunni/Laugaveginum... eða hvað sem er!! Fólk (þ.e. ég) verður bara fúlt yfir svona nískupúka hegðun. Það er ekki eins og Íslandsbanki hefði ekki efni á að gera þetta aðeins betra.

fimmtudagur, desember 15

Da Vinci Lykillinn the movie....

Trailer-inn kominn á netið.

Your results:
You are Kaylee Frye (Ship Mechanic)
Kaylee Frye (Ship Mechanic)
90%
Dr. Simon Tam (Ship Medic)
60%
Zoe Washburne (Second-in-command)
55%
Derrial Book (Shepherd)
55%
Malcolm Reynolds (Captain)
50%
Alliance
35%
Jayne Cobb (Mercenary)
25%
Inara Serra (Companion)
25%
A Reaver (Cannibal)
15%
River (Stowaway)
15%
Wash (Ship Pilot)
10%
You are good at fixing things.
You are usually cheerful.
You appreciate being treated
with delicacy and specialness.
Click here to take the "Which Serenity character are you?" quiz...

Kaylee er nú svo sæt og góð - þannig að ég get nú ekki verið annað en sátt við þetta. Ég hefði náttúrulega frekar viljað vera Zoey því hún er sko alvöru gella sem kiks ass.

Fyrir þá sem vita ekki hvað Serenity er þá er það mynd sem er nýlega búin að vera í bíó og ef þið sáuð hana ekki þá endilega leigja hana þegar hún kemur út á video/dvd... við Ella Maja mælum með henni :o) Ég á svo þættina líka á dvd sem ... við Ella Maja mælum með þeim líka. Er það ekki annars... Ella Maja ???

þriðjudagur, desember 13

Ísland í býtið og Minneapolis

Sáuð þið mig í morgunsjónvarpinu í morgun í alveg 3 sekúntna viðtali og allar græjur. Heimsfrægðin er handan við hornið... ekki spurning.

Keypti nokkra DVD diska úti - þ.m.t. uppáhaldið hennar Lilju; Battlestar Galactica sem er verið að sýna á Skjá 1. Ég veit að Lilja er búin að missa af nokkrum þáttum þannig að ég ákvað að kaupa seríuna svo hún geti nú horft á allt saman. Einnig aðra sæ-fæ þætti sem heita Earth 2 sem voru í sjónvarpinu fyrir svona 8-10 árum - ég er viss um að Lilja hafi heldur ekki séð þá og bíður örruglega spennt eftir að koma í heimsókn til mín og horfa á þá.... er það ekki??? ;o)

Fór að sjá Just like heaven um helgina - mjög fyndin og fín mynd.

fimmtudagur, desember 8

Verslunarferð dauðans

Verð að viðurkenna að ég sá ekki mikið af Minneapolis – við reyndar fórum í tveggja tíma skoðunarferð um Minneapolis og St. Paul (keyrðum yfir Mississippi fljótið og alles) en þar með var það búið.

Mall of America er náttúrulega fáránlega stórt. Húsið er ferhyrnt og í miðjunni er skemmtigarður með rússíbönum og öðru þvíumlíku. Það tekur 25 mín. að ganga hringinn á hverri hæð ÁN ÞESS að koma við í neinni búð. Ef maður eyðir 5 mín. í hverri búð þá mun það taka mann 86 klst. að fara í allar búðirnar... og reikniði nú.

Við mæðgurnar vorum samtals í ca 16-17 klst. í mollinu og vorum eiginlega bara á 1. hæðinni allan tímann. Fórum aðeins upp á aðra hæð en vorum þá bara í einu “horninu”. Seinni daginn sem við fórum í mollið þá vorum við í 10 klst. og í síðustu búðinni, sem við fórum í, þá sá ég rosalega flottar buxur og þó svo að ég væri að drepst í fótunum og ógeðslega þreytt þá ákvað ég að máta buxurnar – pössuðu fínt og rosalega flottar og ákvað þar með að kaupa þær. En vegna mikillar þreytu þá gleymdi ég að athuga hvað þær kostuðu. Svo þegar ég kom að kassanum þá sagði daman hvað ég ætti að borga og ég var bara WHAT!! en ákvað svo að ég væri of þreytt til að finna aðrar svona buxur og bara fokk it... keypti þær.

Áður en farið var í mollið fyrsta daginn þá var okkur kennt “Power Shopping” sem er að fara með flugvélatöskur í mollið og setja allt sem maður kaupir í hana þannig þarf maður ekki að bera allt allan daginn og þ.a.l. getur maður verið í mollinu lengur.

Reyndar á 10 klst. deginum þá fundum við lausan skáp (sem var hægt að leigja) um miðjan daginn – hentum öllu úr töskunni (og pokunum sem við héldum á því það komst ekki allt í töskuna) þangað inn og byrjuðum að fylla töskuna aftur.... sem við og gerðum og rúmmlega það. Við vorum reyndar “bara” með venjulega flugvélatösku en það voru margar þarna með risastórar töskur – eiginlega bara ferðatöskur.

Annað:

  • Það var ÓGEÐSLEGA kalt, við getum ekki kvartað yfir neinu hérna heima. Frostið hérna er ekkert miðað við þarna úti.
  • Fórum á Japanskt steikarhús mmmm hvað það var gott.
  • Sigríður Klingenberg spáði fyrir mér.
  • Target er búðin til að fara í þegar maður fer til USA

miðvikudagur, desember 7

Sagan um "Verslunarferð dauðans" verður skrifuð hérna innan skammst en á meðan þá mæli ég með þessu. Mjög sniðugt.

fimmtudagur, desember 1

Minneapolis!!!

samkvæmt bbc veðurvefnum verður 8-10 stiga frost þar um helgina... brrrrrr

en mun ekki breyta því að ég mun:

Shop til I drop
Get drunk like a skunk
AND PARTY!!!
....

jæja, OK a.m.k. Shop til I drop