Verslunarferð dauðans
Verð að viðurkenna að ég sá ekki mikið af Minneapolis – við reyndar fórum í tveggja tíma skoðunarferð um Minneapolis og St. Paul (keyrðum yfir Mississippi fljótið og alles) en þar með var það búið.
Mall of America er náttúrulega fáránlega stórt. Húsið er ferhyrnt og í miðjunni er skemmtigarður með rússíbönum og öðru þvíumlíku. Það tekur 25 mín. að ganga hringinn á hverri hæð ÁN ÞESS að koma við í neinni búð. Ef maður eyðir 5 mín. í hverri búð þá mun það taka mann 86 klst. að fara í allar búðirnar... og reikniði nú.
Við mæðgurnar vorum samtals í ca 16-17 klst. í mollinu og vorum eiginlega bara á 1. hæðinni allan tímann. Fórum aðeins upp á aðra hæð en vorum þá bara í einu “horninu”. Seinni daginn sem við fórum í mollið þá vorum við í 10 klst. og í síðustu búðinni, sem við fórum í, þá sá ég rosalega flottar buxur og þó svo að ég væri að drepst í fótunum og ógeðslega þreytt þá ákvað ég að máta buxurnar – pössuðu fínt og rosalega flottar og ákvað þar með að kaupa þær. En vegna mikillar þreytu þá gleymdi ég að athuga hvað þær kostuðu. Svo þegar ég kom að kassanum þá sagði daman hvað ég ætti að borga og ég var bara WHAT!! en ákvað svo að ég væri of þreytt til að finna aðrar svona buxur og bara fokk it... keypti þær.
Áður en farið var í mollið fyrsta daginn þá var okkur kennt “Power Shopping” sem er að fara með flugvélatöskur í mollið og setja allt sem maður kaupir í hana þannig þarf maður ekki að bera allt allan daginn og þ.a.l. getur maður verið í mollinu lengur.
Reyndar á 10 klst. deginum þá fundum við lausan skáp (sem var hægt að leigja) um miðjan daginn – hentum öllu úr töskunni (og pokunum sem við héldum á því það komst ekki allt í töskuna) þangað inn og byrjuðum að fylla töskuna aftur.... sem við og gerðum og rúmmlega það. Við vorum reyndar “bara” með venjulega flugvélatösku en það voru margar þarna með risastórar töskur – eiginlega bara ferðatöskur.
Annað:
- Það var ÓGEÐSLEGA kalt, við getum ekki kvartað yfir neinu hérna heima. Frostið hérna er ekkert miðað við þarna úti.
- Fórum á Japanskt steikarhús mmmm hvað það var gott.
- Sigríður Klingenberg spáði fyrir mér.
- Target er búðin til að fara í þegar maður fer til USA