Ég er hryllilega svekkt yfir því hvað ég hef lesið lítið af bókum undanfarið. Þegar ég var í Bretlandi þá var ég "skikkuð" í klukkutíma matartíma þ.e. það var ekki inn í myndinni að taka styttri matartíma og fara fyrr heim (svo varð hann að byrja annað hvort klukkan 12, 12:30 eða 13). Þar sem ég nennti ómögulega að sitja við skrifborðið mitt og vera eitthvað að vesenast á netinu þá fór ég alltaf í kaffiteríuna með hádegismatinn minn og las í klukkutíma. Það notaði eiginlega enginn þessa kaffiteríu nema ég og ca. 15 aðrir (í 200 manna fyrirtæki) þannig að það var fínn friður þarna til að lesa og ég las þessi þvílíku ósköp af bókum. Þetta gerir ég ekki núna þar sem matartíminn er fyrir utan tímana mína og maður bara rétt skellir í sig matnum og svo er haldið áfram. Markmið janúarmánaðar er að búa mér til svona lestrarklukkutíma, t.d. þegar ég kem heim úr vinnunni, amk 3 í viku. Ég fór eitthvað að hugsa um þetta meðal annars vegna þess að ég fattaði að ég er ennþá að "lesa" bók sem Begga lánaði mér fyrir mörgum mánuðum síðan (og ég átti að vera búin með fyrir endan á ágúst; Good in bed), ég er með bók í láni frá Ellu Maju og svo á ég 4 bækur sem ég á eftir að lesa þar af eina sem ég var bara að deyja ég hlakkaði svo til að hún kæmi út... ég keypti hana á síðustu dögunum sem ég bjó í Norwich. Frekar glatað.
Lady Mary Queen of ....
Veðrið í Minneapolis
Lady Mary í Nýja Sjálandi 2005
Vinir og vandamenn
Þjóðfræðingurinn
Íbúðareigandinn
Kennarinn
Masterinn og Lögfræðingurinn
Doktorinn
Veðurtunglasérfræðingurinn
Söngkonan
Úberbeibið
Fyrrv. vinnufélagar
Heilagaurinn
Bob
Minette
Senda mér línu
Previous Posts
- Mér finnst merkilegt hvað Skjár 1 er góður í því a...
- Gellur og kinnar Ég fór á Fylgifiska í hádeginu o...
- Tarantino talar um Ísland á Conan O'Brian... hlekk...
- Jæja, þá er spurningin á hvorn veginn á ég að lát...
- You are Emma Woodhouse from Emma. A classic only...
- Gleðilegt nýtt ár!! Það er greinilegt að smáauglý...
- Jóladagatal... framhald. Vann EKKERT á þessu helv....
- Mér finnst þetta ekkert smá GLATAÐ jóladagatal. H...
- Da Vinci Lykillinn the movie.... Trailer-inn komi...
- Your results: You are Kaylee Frye (Ship Mechanic)K...
þriðjudagur, janúar 17
<< Home