mánudagur, janúar 9

Gellur og kinnar

Ég fór á Fylgifiska í hádeginu og ætlaði að gæða mér á dýrindis fisk en það sem var til var blandaður sjávarréttur (með hörpuskel svo það var útilokað mál), saltfiskurinn var búinn og þá var um ekkert annað að ræða en steinbítskinnar í dijon sósu. Ég hef alltaf sagt að gellur og kinnar væru vondar en mest vegna þess að mér fannst þetta vont hérna einu sinni og hef þ.a.l. ekki smakkað þetta í yfir 20 ár. Ég ákvað að láta slag standa, haga mér eins og ég sé eldri en 6 ára og borða steinbítskinnar.

.. og eins og Jim Carrey sagði svo eftirminnilega: "I've had better"

Þetta var ekki vont en þetta var heldur ekkert gott. Svolítið seigt og skrítið þannig að nú er það komið á hreint að ég er ekki matvönd þegar það kemur að kinnum heldur eru þær bara asnalegar og ekkert neitt rosalega góðar.

BTW: Eru gellur og kinnar það sama??? Spyr sú sem ekkert veit...