föstudagur, janúar 13

Mér finnst merkilegt hvað Skjár 1 er góður í því að ná í þætti sem hafa verið stoppaðir í framleiðslu eftir 10-13 þætti. Í sumar var það Couplings (us útgáfan), Peacemakers og svo var eitthver einn annar þáttur sem ég man ekki hvað heitir.
Nú eru þeir að auglýsa nýjan þátt, Threshold sem er auglýstur eins og þetta sé besti þáttur sem hefur verið framleiddur ever (sem getur svo sem vel verið - gæði eru víst engin trygging fyrir því að þættir séu látnir halda áfram í framleiðsu). Þeir eru að sýna annan þátt sem kallast Handler sem var víst hætt að framleiða líka eftir 13 þætti og svo sá ég auglýsingu að þættir sem kallast The Reunion ætti að byrja á Sirkus fljótlega. Samkvæmt mínum sjónvarps-gossip-upplýsingum (sem er eina ástæðan fyrir því að ég hef heyrt um þessa þætti) þá ganga þessir þættir út á reunion úr gagnfræðaskóla og annað hvort var einhver drepinn á reunion-inu eða var drepinn þegar þau voru öll í skóla (er ekki alveg með þetta á hreinu) ... allavega... það er víst verið að ákveða þessa stundina hvort það eigi að stoppa framleiðsluna á þessum þáttum og framleiðendur þáttanna eru víst ekki einu sinni búnir að ákveða hver var morðinginn þannig að þeir sem hafa fylgst með þessum þáttum fá aldrei að vita hver hann var... sem var víst pointið með þættinum. Þannig að ég mæli ekki með því að fara að detta í þessa þætti.

I'll keep you posted on the show's health condition!!